6. FK sigraði spurningakeppni miðstigs
Spurningakeppni 5., 6., og 7. bekkjar fór fram þann 8. maí. Í fyrstu umferð sigraði 5. HM lið 7. SI og 6. FK vann 5. ES. Til úrslita kepptu því lið 6. FK og 5.HM. Keppnin var jöfn og spennandi allan tímann en þó fór svo að 6. FK vann með einu stigi og fékk í verðlaun veglegan farandbikar sem bekkurinn fær að varðveita í eitt ár. Í sigurliðinu voru Ísak, Karl og Saga. Í liði 5.HM sem lenti í öðru sæti voru Ágúst, Einar og Júlía.
Þetta var í annað sinn sem keppnin fer fram og er ljóst að hún er komin til að vera. Myndir frá spurningakeppninni eru í myndaalbúmi heimasíðunnar.
![]() |
Saga, Karl og Ísak. |
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.