• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

14. febrúar 2023

Þemadagar 15. - 17. febrúar

Þemadagar 15. - 17. febrúar


Á morgun, 15. febrúar byrja þemadagar hjá okkur og verða út vikuna.
Nemendur í 1. - 7. bekk fengu að kjósa um þemað og varð Disney fyrir valinu í 1. - 4. bekk og Ofurhetjuþema í 5. - 7. bekk. Á unglingastigi komu nemendur með hugmyndir af stöðvum og völdu svo á hvaða stöðvar þeir vildu helst vera á.

Nemendum er skipt í hópa á hverju stigi og flakka þeir á milli stöðva þessa daga.
Það stefnir í að á þessum dögum verði hörkufjör og nemendur koma vonandi allir til með að njóta sín.

Skipulag þessara daga verður því frábrugðið hefðbundnum skóladögum. Á þessum dögum fara nemendur ekki í íþróttir eða sund og mæta þess í stað í sínar heimastofur.
Valgreinar á unglingastigi falla einnig niður en FS valið heldur sér.

Matseðill vikunnar breytist einnig, en þeir nemendur sem eru í áskrift í 1. - 10. bekk fá pizzur á miðvikudeginum og nemendur í 1. - 7. bekk fá samlokur á fimmtudeginum.
Matur verður samkvæmt matseðli á föstudeginum.

Vegna annars skipulags á þessum dögum þá verða allir nemendur í 1. - 7. búnir í skólanum kl. 13:10.
8. - 10. bekkur verður búinn í skólanum kl. 13:30 bæði miðvikudag og fimmtudag og á hádegi á föstudeginum.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær