• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

5. febrúar 2021

Skjátími barna og unglinga

Tími barna okkar á grunnskólaárunum er dýrmætur, bæði námslega og félagslega. Þau mynda tengsl og skapa minningar sem móta þau til framtíðar. Þess vegna er okkur umhugað um hvernig sá tími er nýttur. Eldri kynslóðir hafa reyndar alltaf haft sterka skoðun á því hvernig æskan nýtir tímann og minnist þess að tímarnir hafi verið aðrir í þeirra ungdæmi. En breytingar eru ekki alltaf til hins betra.
Í síðustu viku fengum við upplýsingar hjá nokkuð mörgum nemendum á unglingastigi um skjátíma í símunum þeirra, þ.e. hversu miklum tíma þeir verja í símanum þar sem kveikt er á skjánum. Í sumum símum er einnig hægt að líta margar vikur aftur í tímann. Við komumst að því við þessa litlu könnun að flestir þeir sem við fengum að sjá hjá eru í símanum á milli 6 og 9 klukkustundir á dag, sem sagt á milli 42 til 63 klukkustundir á viku. Sá sem var með minnsta skjátímann var fjórar klukkustundir og sá sem var mest var allt upp undir 11 klukkustundir á dag.
Í símunum er einnig hægt að sjá hve miklum tíma er varið er í mismunandi öpp. Sumir nemendur eru að verja allt að 48 tímum á viku á instagram, snapchat o.fl. Tveir heilir sólarhringar á einni viku sem fara í samskiptamiðla í símanum.
Þessar tölur eru sláandi og ekki bara vegna þess hve miklum tíma varið er í símanum heldur einnig vegna þess að þetta er fyrir utan þann tíma sem börnin verja í spjaldtölvu, tölvu eða yfir sjónvarpi á hverjum degi.

Við viljum hvetja ykkur kæru foreldrar til að fara reglulega í gegnum símann með ykkar barni, skoða skjátíma og í hvað tíminn fer þegar þau eru í símanum. Þannig opnast tækifæri á að leiðbeina börnunum um ábyrga notkun á þessum tækjum.
Við hvetjum ykkur einnig til að setja á reglur um að börnin ykkar hætti í símanum á vissum tíma á kvöldin og sofi ekki með hann inni í herberginu sínu, enda mörg hver að fá tilkynningar alla nóttina sem getur truflað dýrmætan svefntíma. En það er alltaf að koma betur ljós hve mikilvægur góður svefn er fyrir bæði líkamlega og andlega heilsu.
https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/svefn-og-hvild/svefnthorf/svefnthorf-eftir-aldri/

Meðfylgjandi eru ráðleggingar frá Landlæknisembættinu um skjátíma barna og unglinga og svefntíma eftir aldri. Þó svo að við höfum aðallega fengið að sjá skjátíma hjá unglingum þá er samt gott að byrja strax að leiðbeina yngri börnum og stýra notkun þeirra á símum og öðrum snjalltækjum.

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item37137/Skjáviðmið%206-12ára.pdf
https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item37138/Skjáviðmið%2013-18ára.pdf

Skólareglur Myllubakkaskóla um símanotkun eru þær að:
Nemendur í 1. - 7. bekk eiga að hafa síma/snjallúr í skólatöskunni á skólatíma. Tækin eiga að vera stillt á flugvélastillingu á skólatíma.
Nemendur í 8. - 10. bekk mega hafa síma í frímínútum en þess utan er hann ekki hafður uppi við nema með leyfi kennara. Tækin eiga að vera stillt á flugvélastillingu í kennslustundum nema annað sé tekið fram.

Með von um góð viðbrögð og samstarf í að leiðbeina börnunum okkar.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær