• Skrifstofan er opin frá:

  Mán - fim: 7:45 - 15:30
  Fös: 7:45 - 14:00

 • Sími á skrifstofu

  420 1450

14. desember 2020

Forritarar framtíðarinnar

Í haust fékk Myllubakkaskóli styrk frá Forriturum framtíðarinnar að upphæð 400000 krónur. Sótt var um styrkinn til að kaupa tæki til kennslu í forritun og námskeið fyrir kennara svo þeir gætu nýtt sér tækin. Í vetur hefur verið kennsla í forritun í 3. og 4. bekk. Þar hafa nemendur fengið að forrita tvenns konar tæki, þ.e. Blue-bot og Dash og Dot. Um er að ræða tvenns konar vélmenni sem hægt er að forrita til að leysa hin ýmsu verkefni og þrautir. Hafa nemendur lært mikið af því og þá ekki bara í forritun heldur samvinnu, þrautseigju og rökhugsun. Markmiðið er að forritun verði fastur liður á öllum stigum í Myllubakkaskóla og sé sú kennsla tengd við önnur fög. Hér er slóð á myndband af lokaútkomu nemenda við að forrita dans vélmenna við lag að eigin vali.

Einnig er slóði á vefsíðu Forritara framtíðarinnar ef þið viljið kynna ykkur betur þeirra mikilvæga starf.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

 • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
 • FFGÍR
 • Reykjanesbær - Menntastefna
 • Reykjanesbær