• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

28. apríl 2021

Árshátíð Myllubakkaskóla

Árshátíð Myllubakkaskóla verður haldin föstudaginn 30. apríl í Hljómahöll.
Þennan dag er engin kennsla og lokað í frístundaskólanum.
Einhverjir bekkir mæta á æfingu um morguninn og lætur umsjónarkennari vita með tímasetningu. 

Að þessu sinni verður árshátíðin í þremur hlutum.

Kl. 12:15 – 13:00  ~ Yngsta stig (1., 2., 3. og 4. bekkur)

Kl. 13:30 – 14:00  ~ Miðstig (5., 6. og 7. bekkur)

Kl. 14:30 – 15:00  ~ Unglingastig (8., 9. og 10. bekkur)

Því miður getum við ekki boðið foreldrum í Hljómahöllina en hægt verður að horfa á beint streymi og verður slóðin send til foreldra/forráðamanna í tölvupósti.

Athugið að nemendur horfa á árshátíðina heima í gegnum slóðina NEMA þegar þeirra stig er að sýna. Dæmi: Nemendur á yngsta stigi mæta í Hljómahöll kl. 12:00 og byrjar þeirra hátíð kl. 12:15. Þeir fara svo heim að henni lokinni (um kl. 13:00) og geta horft á restina heima.

Mælum með að foreldrar og forráðamenn komi tímanlega að ná í börnin sín svo þau nái að horfa á streymið heima eftir að þeirra stig lýkur sinni sýningu.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær