• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

2. febrúar 2022

Samskiptadagur

Miðvikudaginn 2. febrúar er samskiptadagur. Venjulegur samskiptadagur hefur verið þannig í gegnum tíðina að nemendur mæta með foreldri sínu á fund með umsjónarkennara þar sem farið er yfir námið, líðan og samskipti.
Að þessu sinni, bæði vegna aðstöðuleysis og ástandsins vegna Covid, þá getum við ekki haft samskiptadaginn alveg eins hjá öllum árgöngum. Í sumum tilvikum munu umsjónarkennarar geta tekið á móti foreldrum í viðtal en aðrir munu bjóða uppá viðtöl í gegnum fjarfundaforritið TEAMS. Nánari upplýsingar koma frá umsjónarkennara um hvernig viðtölum nemenda verður háttað.

Frístund er opin þennan dag en aðrir nemendur mæta ekki í skólann nema til að taka þátt í þeirra viðtali, hvort sem það er í gegnum TEAMS eða að mæta.
Það þarf ekki að niðurhala eða setja upp forritið hjá ykkur, það nægir að við sendum hlekk til að virkja TEAMS.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær