Þemadagar verða miðvikudaginn 15. febrúar og fimmtudaginn 16. febrúar. Í ár eru þemadagarnir tileinkaðir 60 ára afmæli Myllubakkaskóla. Á þemadögum eru skólabækurnar lagðar til hliðar og hefðbundið skólastarf brotið upp. Nemendur vinna í aldursblönduðum hópum en þeim er skipt í yngra stig (1.-5 bekkur) og eldra stig (6.-10 bekkur).
Hver nemandi fer á sex stöðvar þessa tvo daga og vinnur hin ýmsu verkefni.
Boðið er upp á gamla skólaleikfimi, Tarzan, myndlist, þæfingu, perlur, Legó, bakstur, mosaik, tilraunir, skólamynd, skreytingar, fjölmiðlun, söng, dans og kertagerð.
Slíkir dagar krefjast mikils skipulags og mikillar vinnu og því hefur verið unnið hörðum höndum í skólanum frá áramótum til að gera þetta sem best.
Skóladegi lýkur kl. 13:10 hjá öllum nemendum en nemendur í 6. - 10. bekk geta farið í frjálsan íþróttatíma í Íþróttahúsinu á Sunnubraut kl. 13:20-14:20.
Föstudaginn 17. febrúar verður skólinn 60 ára. Þá ætlum við að bjóða til afmælisveislu. Skólinn verður opinn frá kl. 11:00 - 14:00. Nemendur mæta ekki í skólann þennan dag en eru velkomin í afmælisveisluna þegar þeim hentar á milli kl. 11:00 - 14:00. Við hvetjum alla til að mæta með börnunum.
Á opna deginum verður margt spennandi að sjá. Við verðum með sögusýningu þar sem gamlir munir er tengjast sögu skólans verða til sýnis. Hægt verður að kynna sér kókoskúlugerð, kertagerð, þæfingu, dans, perlur, Legó og sýndar verða ýmsar tilraunir. Auk þessu verður hægt að skoða nýfædda unga. Á sal munu nemendur flytja tónlistaratriði og þar verður gestum boðið upp á afmælisköku, kaffi og djús.