• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

18. febrúar 2022

Stóra upplestrarkeppnin

Í dag, 18. febrúar, var skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin í sal Akademíunnar. Keppnin hefst á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember og er markmiðið að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði.Umsjónarkennararnir Ingibjörg Jóna og Kristjana Björg hafa unnið markvisst með nemendum í 7. bekk. Bekkjarkeppnin fór fram 3. febrúar og voru níu nemendur valdir til að taka þátt í skólakeppninni. Þau voru:

  • Áróra Elna Ingibjargardóttir
  • Brynhildur Þöll Bjarnadóttir
  • Elenóra Líf Ísaksdóttir
  • Hrund Helgadóttir
  • Kristín Svala Einarsdóttir
  • Mikael Snær Pétursson
  • Perla Dís Gunnarsdóttir
  • Unnur Birta Sverrisdóttir
  • Vilte Milleryte

Keppendur stóðu sig mjög vel og höfðu greinilega æft sig vel bæði í skólanum og heima.

Dómarar voru þau Brynja Árnadóttir, fyrrverandi skólastjóri Myllubakkaskóla, Hlynur Jónsson skólastjóri og Íris Dröfn Halldórsdóttir kennari.

Sigurvegarar voru Hrund Helgadóttir og Kristín Svala Einarsdóttir. Auk þeirra var Elenóra Líf Ísaksdóttir valin sem varamaður.


    Hrund, Kristín Svala og Hlynur

Á meðan dómnefnd réði ráðum sínum lásu David Ívan Konstantinsson og Vilte Milleryte ljóð á eigin tungumáli fyrir áheyrendur, David á rússnesku og Vilte á litháísku. Allir nemendur árgangsins fengu afhent viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna í vetur.

  

Nemendum úr 6. bekk var boðið að horfa á þar sem þeir taka þátt í keppninni á næsta skólaári.  Allir nemendur voru til mikillar fyrirmyndar og hlustuðu af athygli.

 Hér má sjá fleiri myndir úr keppninni.  

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær