• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

18. september 2019

Námsmaraþon í 7. bekk

Föstudaginn 13. september síðast liðinn tóku nemendur í 7.HJ sig til og voru með námsmaraþon í skólanum. Nemendur höfðu gengið um Myllubakkaskólahverfið og safnað áheitum og var þeim vel tekið í hverfinu og safnaðist dágóð upphæð sem nemendur ætla að nýta til þess að greiða fyrir skólaferðalag á Reyki í Hrútafirði í nóvember.
Nemendur mættu í skólann kl. 8:10 til 14:00 eins og alla aðra föstudaga en í stað þess að fara heim héldu þau áfram að vera í skólanum til kl. 20:00 um kvöldið.
Nemendur lærðu bæði íslensku og stærðfræði en einnig fóru þau í sund, slökun, jóga og hugleiðslu. Þau voru með pizzuveislu og enduðu svo frábæran dag á því að skora á foreldra sína í Brennó og skotbolta í lok maraþonsins. Rúmlega 20 foreldrar mættu og öttu kappi við börnin sín og skemmtu allir sér konunglega.  

Myndir frá þessu skemmtilega námsmaraþoni má sjá hér.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær