• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

29. janúar 2021

Myllubakkaskóli stóð sig vel í Samróm

Eins og margir vita tók Myllubakkaskóli þátt í lestrarkeppni Samróms. Keppnin snérist um að lesa setningar inn í orðabanka Samróms sem nota má til að tryggja íslenskri tungu sess í stafrænum heimi.Myllubakkaskóli hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í keppninni og fóru Zuzanna Anna Wojdat og Amir Maron Ninir á Bessastaði fyrir hönd skólans og tóku á móti verðlaununum. Í verðlaun fékk skólinn tvö Sphero bolts vélmenni sem munu nýtast vel í forritunarkennslu. Öllum var velkomið að taka þátt í keppninni og voru nemendur og starfsfólk sérstaklega hvött til að leggja sitt af mörkum. Það er ánægjulegt að segja frá því að alls tóku 310 keppendur þátt fyrir hönd Myllubakkaskóla og lásu þau samtals 43.465 setningar.

Við viljum þakka öllum kærlega fyrir sem tóku þátt í þessu með okkur og um leið óskum við þeim til hamingju með frábæran árangur.

Áfram Myllubakkaskóli!

Hér er síða Samróms 

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær