• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

4. mars 2022

Hrund í 3. sæti í Stóru upplestrarkeppninni

Hrund í 3. sæti í Stóru upplestrarkeppninni

Í gær var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar haldin í Hljómahöll. Keppendur voru fjórtán, tveir frá hverjum skólanna sjö í Reykjanesbæ. Fulltrúar Myllubakkaskóla voru þær Hrund Helgadóttir og Kristín Svala Einarsdóttir. Þær stóðu sig frábærlega og hlaut Hrund 3. sætið. Í öðru sæti var Freyja Marý Davíðsdóttir og í fyrsta sæti var Rakel Elísa Haraldsdóttir, þær eru báðar nemendur í Holtaskóla.
Guðný Kristín Þrastardóttir, verðlaunahafi keppninnar frá í fyrra kynnti skáld hátíðarinnar í ár sem voru þau Gunnar Helgason og Vilborg Davíðsdóttir. Stóra upplestrarkeppnin er stór og mikilvægur hluti af skólastarfi flestra skóla. Mikil vinna liggur að baki vel æfðum upplestri og er markmið keppninnar fyrst og fremst að vekja athygli á vönduðum upplestri og framburði.

    

             

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær