• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

9. október 2020

Haustmót miðstigs í körfubolta

Í lok vikunnar fór fram haustmót miðstigs í körfubolta þar sem heil 12 lið öttu kappi í tveimur 6 liða riðlum. Nemendur úr 5.-7. bekk voru í aðalhlutverki á fjölum íþróttahússins í Myllubakkaskóla og sáust mörg glæsitilþrif.  

Í flokki stúlkna var það 7. bekkur sem stóð uppi sem sigurvegari. Liðið var einnig í skemmtilegustu búningum mótsins og máttu vera glaðar með gullið eftir harða keppni við tvö lið úr 6. bekk sem skiptu með sér silfri og bronsi.  

Í flokki drengja voru það einnig 7. bekkingar sem hrósuðu sigri eftir að hafa farið í gegnum allt mótið ósigraðir. Þrír drengir sem mynduðu lið frá 6. bekk lentu í 2. sæti og í því þriðja var sprækt lið 5. bekkinga sem komu skemmtilega á óvart og náðu í brons.  

Mikil stemmning var í íþróttasalnum á meðan á mótinu stóð og allir skemmtu sér hið besta í vel heppnuðu og drengilega spiluðu móti.

Fullt af myndum í myndasafni.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær