7. Nemendur

7.1 Nemendur
Í skólanum eru 304 nemendur í sextán bekkjardeildum.

1b 2b 3b 4b 5b 6b 7b 8b 9b 10b
Fjöldi 38 38 25 25 24 29 35 27 27 31 299
Deild 2 2 1 1 1 2 2 1 1 2 15

        
7.2 Forföll/leyfi nemenda
Tilkynna þarf forföll daglega þá daga sem nemandi er fjarverandi. Leyfi frá skóla í 2 daga eða lengur þarf að sækja um sérstaklega. Eyðublað fæst á skrifstofu skólans.

7.3 Mötuneyti
Mötuneyti er við skólann á vegum Skólamatar Iðavöllum 1 230 Keflavík. Matarkort í áskrift eru seld frá 20.-28. hvers mánaðar á skrifstofu Skólamatar. Einnig er hægt að kaupa klippikort. Matseðill er birtur á www.skolamatur.is og á heimasíðu skólans. Nemendur 1.- 4. bekkjar fara í mat kl. 11:10, 5. - 7. bekkjar kl. 11:30 og nemendur 8. - 10. bekkjar kl. 11:50. Umsjónarkennarar 1.-3. bekkja fylgja nemendum sínum í matsal.

7.4 Nesti
Nemendur neyta nestis öðru hvoru megin við frímínúturnar kl. 9:30. Nemendur hafa nesti með sér að heiman en geta fengið keypta mjólk í skólanum. Nemendur geta verið í mjólkuráskrift og eru mjólkurafgreiðsluvélar staðsettar á göngum í nánd við kennslustofur. Eldri nemendur skólans neyta nestis í frímínútum á sal skólans. Þeir koma með nesti að heiman eða gefst kostur á að kaupa hressingu á vegum Skólamatar. Áhersla er lögð á hollt og gott nesti.

7.5 Óskilamunir
Foreldrar eru hvattir til að huga að þeim munum og fatnaði sem börnin týna í skólanum.  Fatnaði sem nemendur skilja eftir í skólanum er safnað saman í hirslur hjá húsverði skólans og einnig er óskilafatnaður í íþróttahúsi skólans. Sé fatnaður búinn að liggja meira en eitt skólaár er hann gefinn til Rauða krossins. Ef fatnaður og aðrir munir nemenda eru merktir nafni eigandans og bekk er auðvelt að koma þeim til skila.

7.6 Óveður
Skólahald fellur ekki niður vegna veðurs. Skólinn er opinn en það er foreldra / forráðamanna að meta hvort þeir senda börn sín í skólann eða ekki. Ef óveður skellur á meðan á skóla stendur er æskilegt að foreldrar sæki börn sín þegar skóladegi lýkur. Hringja skal á skrifstofu skólans og tilkynna ef foreldrar / forráðamenn ákveða að hafa börn sín heima.

7.7 Móttaka nýrra nemenda
Ritari skólans tekur á móti flutningstilkynningum og annast innritun nýrra nemenda. Foreldri/forráðamaður mætir ásamt barni sínu í skólann á fyrsta skóladegi. Skólastjóri/aðstoðarskólastjóri kynnir nemanda og foreldri fyrir umsjónarkennara.  Nemendur á vegum Náms- og starfsráðgjafa sýna nemanda skólahúsnæðið og fara yfir helstu þætti skólastarfsins. Umsjónarkennari aflar upplýsinga um nemandann og tryggir að skólinn fái allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru. Umsjónarkennari sér um að afhenda nemanda stundaskrá og kynna honum þær reglur sem gilda í skólanum. Mikilvægt er að undirbúa bekkinn undir komu nýs nemanda og leggja áherslu á að vel verði tekið á móti honum.  Samskipti umsjónarkennara og foreldra nýs nemanda eiga að vera tíð fyrstu vikurnar því fylgjast þarf vel með því hvernig nemandinn aðlagast nýjum skóla.

Til baka í efnisyfirlit

Viðburðadagatal

« janúar 2019 »
M Þ M F F L S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031   
       
Mentor Reykjanesbær