Starfstími grunnskóla

5.1 Starfstími nemenda
Árlegur starfstími Myllubakkaskóla skal rúmast innan 10 mánaða tímabilsins frá 15. ágúst til 15. júní. Starfstími grunnskólanemenda skal vera 180 skóladagar á skólaári og af þeim fjölda skulu kennsludagar ekki verða færri en 170. Á starfstíma nemenda fer fram kennsla og annað skólastarf samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla, skólanámskrá og stundaskrá skólans.
Vikulegur kennslutími hvers nemanda skal að lágmarki vera:
1. - 4. bekkur 1.200 mínútur, 5.- 7. bekkur 1.400 mínútur, 8. - 10. bekkur 1.480 mínútur.

5.2 Skóladagar
Skóladagar skólaárs teljast vera 170 kennsludagar og prófdagar, aðrir skóladagar eru 10 talsins, þ.e. skólasetning, foreldradagar, skólaslit og skólaskemmtanir. Vettvangsferðir, dvöl í skólabúðum, starfsfræðsla, landgræðslustörf og önnur skipuleg kennsla utan skólans samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla gæti einnig fallið undir þessa skilgreiningu, svo fremi að aðrir nemendur skólans njóti fullrar kennslu samkvæmt stundaskrá. Á þessu skólaári verður einn dagur í vetrarfrí í október og annar í nóvember vegna námsferðar starfsfólks. Í grunnskóla skal jólaleyfi nemenda vera frá og með 21. desember til og með 3. janúar og páskaleyfi frá og með mánudegi í dymbilviku til og með þriðjudegi eftir páska.

5.3 Starfsdagar kennara
Auk 180 skóladaga nemenda skulu á tímabilinu 15. ágúst til 15. júní ár hvert vera fimm bundnir starfsdagar kennara. Þeim er raðað samkvæmt sameiginlegri ákvörðun skólastjóra og kennara.
Einnig skulu vera átta bundnir starfsdagar kennara í júní og ágúst eða fjórir í hvorum mánuði. Skipting þessara átta daga má þó vera með öðrum hætti. Niðurröðun starfsdaga kemur fram á skóladagatali.

Til baka í efnisyfirlit

Viðburðadagatal

« janúar 2019 »
M Þ M F F L S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031   
       
Mentor Reykjanesbær