Foreldrafélag Myllubakkaskóla

Fundir

5.1 Kennarafundir
Kennarafundur er skólastjóra til ráðuneytis um innra starf grunnskóla og daglega stjórn hans. Skólastjóri eða aðstoðarskólastjóri boðar til kennarafunda en kennarar annast fundarstjórn og skrifa fundagerðir. Skólastjóri boðar til kennarafundar svo oft sem þurfa þykir en þó eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði. Auk þess skal boða til slíks fundar ef þriðjungur kennara skólans æskir þess.


5.2 Starfsmannafundir
Fundir með öllum starfsmönnum skólans eru haldnir svo oft sem þurfa þykir en þó eigi sjaldnar en tvisvar á hvorri önn. Skólastjóri eða aðstoðarskólastjóri boðar til starfs-mannafunda en starfsmenn annast fundarstjórn og skrifa fundagerðir.

5.3 Stigsfundir
Deildarstjóri fundar einu sinni í mánuði með umsjónarkennurum í hverjum árgangi. Á þessum fundum eru tekin fyrir þau mál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og upplýsingum komið á framfæri. Deildarstjóri boðar til stigsfunda.

5.4 Teymisfundir
Teymi sem starfa innan skólans funda að jafnaði einu sinni í mánuði en oftar ef þurfa þykir. Umsjónarmaður teymis sem heldur utan um vinnu teymisins boðar jafnframt til fundar.

5.5 Nemendaverndarráð
Nemendaverndarráð sem vinnur eftir reglugerð um nemendaverndarráð í grunnskólum nr. 388/1996, fundar tvisvar í hverjum mánuði yfir skólatímann. Skólastjóri kallar saman nemendaverndarráð.

5.6 Stjórnendafundir
Skólastjóri, aðstoðarskólastjór og deildarstjóri funda vikulega þar sem farið er yfir mál líðandi stundar og starfið skipulagt.

Til baka í efnisyfirlit

Viðburðadagatal

« janúar 2019 »
M Þ M F F L S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031   
       
Mentor Reykjanesbær