15. Umbóta- og þróunarstarf

15.1 PBS - styrking jákvæðrar hegðunar
Skólaárið 2006-2007 var stofnað teymi til að undirbúa og innleiða nýjar umgengnis-reglur í skólastarfi. Reglurnar byggja á heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun (PBS – Positive Behavior Support). Áhersla er lögð á að kenna og umbuna fyrir æskilega hegðun. Umbun beinist bæði að einstaklingum og hópum.
Markmiðið er að ná fram meiri árangri í námi og kennslu og betri mannlegum samskiptum. Notað er lýsandi hrós og bent á það sem vel er gert en það leiðrétt sem miður fer. Nálgunin beinist að skólanum í heild ekki síður en einstaka nemendum í mati og fyrirbyggjandi aðgerðum.
Einkunnarorð skólans eru: VIRÐING – ÁBYRGÐ – JAFNRÉTTI - ÁRANGUR og umgengnisvæntingar eru settar samkvæmt þeim fyrir hvert svæði, t.d. matsal, ganga, íþróttahús, tölvunotkun o.s.frv.
Í undirbúningsteyminu starfa 10 starfsmenn skólans og er Alma Vestmann formaður hópsins. Teymið fundar 1 - 2 sinnum í mánuði. 

15.2 Mætingar og ástundun
Á sama hátt og í PBS kerfinu, er einnig lögð áhersla á að beina athyglinni að æskilegri hegðun hvað varðar mætingar og ástundun. 

15.3 Stærðfræðiteymi
Skólaárið 2012 - 2013 mun teymi sem samanstendur af kennurum á öllum stigum skólans fjalla um stærðfræðinálganir með það að markmiði að útbúa skilvirka verkferla og samvinnu milli stiga.

15.4 Lestrarteymi 
Skólaárið 2013 - 2014 mun teymi kennara útbúa lestrarstefnu Myllubakkaskóla.  Stefnan á að samræma aðgerðir í lestrarkennslu, könnunum og eftirfylgd við þá nemendur sem þurfa á aukaaðstoð að halda.

15.5 Sjálfsmat
Í lögum um grunnskóla 91/2008 eru ákvæði um sjálfsmat skóla. Megintilgangur með sjálfsmati í Myllubakkaskóla er að taka saman upplýsingar um skólastarfið, vinna að framgangi markmiða skólans, kanna hvort þeim hafi verið náð og nýta niðurstöðurnar til umbóta og frekari þróun skólastarfsins. Með sjálsmati er mögulegt að greina styrkleika og veikleika skólans. Matið er altækt og nær til allra þátta skólastarfsins og beinist að nemendum, foreldrum, kennurum og starfsfólki skólans. Sjálfsmatsáætlun er gerð til þriggja ára og er unnin af sjálfsmatsteymi skólans.

15.6 Námskrárteymi     
Vorið 2013 var sett á laggirnar námskrárteymi sem hefur það hlutverk að halda utan um innleiðingarferli nýrrar aðalnámskrár sem á að vera komin í notkun haustið 2015.

15.7 Útikennsluteymi
Farið var af stað með útikennsluteymi haustið 2013.  Vorið 2013 fékk Myllubakkaskóli útdeilt útikennslusvæði við Miðtún.  Í kjölfarið var stofnað teymi sem hefur það hlutverk að koma með hugmyndir að notkun og uppbyggingu svæðisins.

Til baka í efnisyfirlit

Viðburðadagatal

« janúar 2019 »
M Þ M F F L S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031   
       
Mentor Reykjanesbær