13. Samstarf heimila og skóla

13.1 Heimili og skóli
Foreldrar/forráðamenn bera frumábyrgð á uppeldi barna sinna. Á þeim hvílir sú skylda að börnin sæki skóla og að þau séu eins móttækileg fyrir þeirri menntun sem skólinn annast og framast er unnt. (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011, bls.70).

Hlutur grunnskólans felst einkum í því að sjá nemendum fyrir fræðslu og taka þátt í félagslegri mótun þeirra. Þetta sameiginlega verkefni heimila og skóla kallar á náin tengsl, gagnkvæmt traust, gangkvæma upplýsingamiðlun, samábyrgð og samvinnu.

13.2 Samskiptadagur
Samskiptadagar eru tveir á skólaárinu, annar í október og hinn í janúar. Á samskiptadegi taka umsjónarkennarar á móti foreldrum í einkaviðtal. Umræðuefnið er námsleg og félagsleg staða nemandans. Ef sérgreinakennarar vilja hafa tal af foreldrum þá koma þeir skilaboðum til umsjónarkennara sem sér síðan um að koma þeim skilaboðum áfram. En auk þess skila sérgreinakennarar skriflegri umsögn um nemendur til umsjónarkennara. Allar umsagnir um nemendur á að skrá í tölvuforritið Mentor en með því er haldið utan um ýmsar upplýsingar er varða hvern og einn nemanda. Áætlaður tími er um 10 - 15 mínútur á hvert foreldri/forráðamann. Auk þess eru foreldraviðtöl í 1. bekk strax í byrjun skólaársins.

13.3 Viðtalstímar
Hver kennari hefur einn viðtalstíma í viku. Þann tíma hafa foreldrar aðgang að kennurum skólans og einnig geta kennarar hringt til foreldra eða boðað þá á sinn fund. Viðtalstímar kennara eru jafnan birtir í Námsvísi, Myllunni, fréttabréfi skólans og á heimasíðu skólans.

13.4 Vinnuáætlun
Vinnuáætlanir eru m.a. tæki til að koma skilaboðum til foreldra. Þar er nákvæmlega gerð grein fyrir heimanámi nemenda. Þær eru yfirleitt gerðar fyrir hverja viku fyrir sig en í sumum tilvikum til hálfsmánaðar. Með vikuáætlunum er ýmsum boðum komið heim til nemenda, s.s. að minna á frídaga eða minna á það sem er á döfinni hverju sinni. Mikilvægt er að foreldrar fylgi heimavinnu nemenda eftir.

13.5 Heimasíða Myllubakkaskóla
Á heimasíðu Myllubakkaskóla er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um skólastarfið og það sem er efst á baugi hverju sinni. 

13.6 Mentor
Á http://mentor.is fá foreldrar upplýsingar um stöðu nemenda, s.s. einkunnir, hegðun o.fl. Þar birtast stundaskrár bekkja, upplýsingar um heimavinnu, skóladagatal, nafnalistar bekkja og ýmsar tilkynningar frá skólanum. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá aðgagnsorð að Mentor hjá ritara skólans.

13.7 Foreldrafélag
Við skólann starfar foreldrafélag, Foreldrafélag Myllubakkaskóla (FFM). Félagar teljast allir forráðamenn nemenda skólans. Markmið félagsins er að vinna að velferð nemenda, efla hag skólans og stuðla að jákvæðu samstarfi milli heimila og skóla. Foreldrafélagið setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og í skólaráð. Aðalfundur félagsins er haldinn á vorin í lok skólaársins.
Markmiðum sínum hyggst félagið ná m.a. með því að standa fyrir fræðslu um uppeldisfræðileg efni og efla starf bekkjarfulltrúa. FFM hefur m.a. staðið fyrir jólaföndri á sal skólans í lok nóvember eða byrjun desember. Foreldrafélag Myllubakkaskóla er aðili að FFGÍR sem samanstendur af foreldrafélögum og foreldraráðum grunnskólanna í Reykj-anesbæ.

Stjórn FFM 2013-2014
Bjarnfríður Bjarnadóttir formaður
Berglind Ósk Sigurðardóttir
Guðrún Benediktsdóttir
Guðrún Jóhanna Halldórsdóttir
Hjörleifur Þór Hannesson
Íris Dröfn Björnsdóttir
Jóhanna Árnadóttir
Þórey Óladóttir

13.8 Bekkjarfulltrúar
Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar. Bekkjarfulltrúar eru kosnir af foreldrum eða tilnefndir í samráði við fyrri bekkjarfullrúa. Æskilegt er að bekkjarfulltrúar séu minnst tveir fyrir hvern bekk og að einungis sé skipt um annan bekkjarfulltrúann í hvert sinn þannig að þeir sitji tvö ár í senn. Hlutverk bekkjarfulltrúa er m.a. að vera tengiliðir við umsjónarkennara við foreldra, foreldra innbyrðis, við stjórn foreldrafélagsins auk þess sem þeir standa fyrir ýmsum uppákomum innan bekkjarins.

13.9 Frístundaskólinn
Eins og í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar er starfræktur frístundaskóli í Myllu-bakkaskóla. Frístundaskólinn býður upp á samfellda dagskrá fyrir nemendur í 1.- 4. bekk frá kl. 13:10 - 16:00 alla skóladaga. Frístundaskólinn hefur aðstöðu á neðstu hæð skólans og í félagsaðstöðu. Einnig hefur frístundaskólinn afnot af matsal skólans og öðru því húsnæði skólans sem þykir henta hverju sinni.
Hreyfistundir eru 2 - 3 sinnum í viku, bókasafn skólans heimsótt og aðstoðað við heimanám eins og kostur er. Börnin fá síðdegishressingu sem útbúin er af Skólamat. Í frístund starfa tveir starfsmenn. Frístundaskólinn starfar ekki á starfsdögum. Lokað er í vetrarfríi, jóla- og páskafríum nemenda.


Til baka í efnisyfirlit

Viðburðadagatal

« janúar 2019 »
M Þ M F F L S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031   
       
Mentor Reykjanesbær