11. Félagsstörf

11.1 Umsjón með félagsstarfi nemenda
Í grunnskólalögum eru ákvæði um að í öllum grunnskólum skuli nemendum gefinn kostur á að taka þátt í tómstunda- og félagsstarfi á vegum skólans (Aðalnámskrá grunnskóla 2006, almennur hluti, bls. 23).
Forstöðumaður félagsstarfs er Jóhann Kr. Steinarsson. Hún sér um að skipuleggja starfið en fær til liðs við sig aðra starfsmenn eftir þörfum. Skipulagt starf er fyrir nemendur, mismunandi eftir aldri. Viðburðir í félagsstarfi eru að meðaltali vikulega, oftast á miðvikudögum.

11.2 Dagskrá vetrarsins
Diskótek og opin hús eru haldin fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Það er alltaf ákveðið þema í hverju opnu húsi. Þar koma nemendur saman, dansa og hafa aðgang að leiktækjum.
Sameiginleg diskótek eru haldin fyrir 5. - 7. bekki í grunnskólum Reykjanesbæjar. Það er haldið mánaðarlega diskótek fyrir þau. Eitt sameiginlegt diskótek er haldið fyrir hvern bekk í hverjum skóla. Þegar diskótekin eru í öðrum skólum er fulltrúi frá Myllubakkaskóla á staðnum.

Mylluvision er haldið á sal skólans. Þetta er söngvakeppni nemenda í 3. - 10. bekk.

Bingó eru haldin tvisvar á vetri, þ.e. jóla- og páskabingó. Bingóin eru fyrir öll aldursstig, yngsta stig, miðstig og elsta stig.

Gettu ennþá betur, spurningakeppni grunnskóla Reykjanesbæjar fyrir unglinga, er haldin á vorönn og hefur Myllubakkaskóli átt þar fulltrúa.

Jólaball. Grunnskólar Reykjanesbæjar halda sameiginlegt jólaball fyrir nemendur í 5. - 7. bekk saman og svo 8. - 10. bekk.

Skólahreysti. Skólahreysti er keppni grunnskólanna í skólafitness. Keppnin er liðakeppni og sendir hver skóli eitt keppnislið. Í einu liði eru tveir drengir og tvær stúlkur úr 9. og/eða 10. bekk.

Árshátíð. Grunnskólar Reykjanesbæjar halda sameiginlega árshátíð unglingastigs. Sú skemmtilega hefð hefur skapast í Myllubakkaskóla að sama dag og árshátíðin er haldin, bjóða foreldrar kennurum og nemendum 10. bekkjar til kvöldverðar á sal skólans. Foreldrarnir hafa eldað og þjónað til borðs og Foreldrafélag Myllubakkaskóla hefur gef-ið nemendum blóm í barminn.

Árshátíð skólans er haldin á vorönn. Nemendur hvers árgangs sýna skemmtiatriði sem umsjónarkennarar hafa umsjón með. Undanfarin ár hefur árshátíð skólans verið haldin í
Íþróttahúsinu við Sunnubraut en að henni lokinni hefur verið boðið upp á veitingar ýmist í skólanum eða B-sal íþróttahússins.

Opin hús og diskótek eru haldin í félagsaðstöðu skólans.

11.3 Nemenda- og íþróttaráð
Í nemendaráði Myllubakkaskóla 2013 - 2014 sitja nemendur sem koma úr 6. - 10. bekk. Nemendur í hverjum árgangi kusu fulltrúa fyrir sína hönd.
Í nemendaráði eru:
Herdís Birta 6. ME

Sveindís 7. SI

Marcelina 7. SI

Arnór Máni 8. JJ

Elvar 8. JJ

Sigurgeir 8. JJ

Viktor 8. JJ

Jóhann 9. ÞG

Guðlaug 9. ÞG

Elsý 9. ÞG

Birna Björg 10. HE formaður

Birta María 10. HE

Fanney 10. HE

Gintare 10. HE

Hjördís 10. HE

Laufey 10. AV

Sandra 10. AV


Til baka í efnisyfirlit

Viðburðadagatal

« janúar 2019 »
M Þ M F F L S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031   
       
Mentor Reykjanesbær