1. Myllubakkaskóli

1.1 Almennar upplýsingar

Myllubakkaskóli
Sólvallagötu 6 a, 230 Reykjanesbæ
Sími: 420 1450
Fax: 420 1459
Netfang: mylla@myllubakkaskoli.is
Vefslóð: www.myllubakkaskoli.is
Frístundaskóli s: 420 1456 , 864 6785
Tónlistarskóli s: 421 1153
Íþróttahús s: 420 1457
Íþróttahús v/ Sunnubraut s: 421 1771
Sundmiðstöð s: 421 1500
Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar s: 421 6700

1.2 Skrifstofa skólans

Skólinn opnar kl. 7:50 en skrifstofa skólans er opin alla virka daga frá kl. 7:45 - 15:30.
Skólaritari er Lóa Kristín Kristinsdóttir og umsjónarmaður skólans er Stefán Jónsson.

1.3 Stjórnun

Skólastjóri: Bryndís Björg Guðmundsdóttir
Aðstoðarskólastjóri: Guðmundur Steinar Jóhannsson
Deildarstjóri: Eva Björk Sveinsdóttir

1.4 Skólinn

Myllubakkaskóli sem áður hét Barnaskólinn í Keflavík rekur sögu sína allt aftur til ársins 1897. Núverandi húsnæði hefur verið byggt í áföngum allt frá árinu 1948 til ársins 2000 þegar nýjasta álman var tekin í notkun.

Skólinn sem áður hýsti alla nemendur bæjarins á barnaskólaaldri er í dag tveggja hliðstæðna heildstæður grunnskóli. Skólanum er skipt í fjögur kennslusvæði, gula, græna, rauða og bláa gang. Yngstu nemendurnir eru á gula gangi og þeir elstu á bláa gangi. Auk almennra kennslustofa og sérgreinastofa er í skólanum vel búið bókasafn, matsalur/salur, félagsaðstaða, stjórnunarrými svo og aðstaða fyrir hjúkrunarfræðing. Íþróttahús er áfast skólabyggingunni og þar fá nemendur 1.- 5. bekkjar íþróttakennslu en nemendur 6.-10. bekkjar sækja íþróttakennslu í íþróttahúsið við Sunnubraut. Sundkennsla fer fram í Sundmiðstöðinni. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar hefur kennsluaðstöðu í kjallara skólans og þar fer fram hluti af tónlistarnámi nemenda skólans. Frístundaskólinn hefur einnig aðstöðu innan Myllubakkaskóla. Tvær lausar kennslustofur (kálfar) hafa verið settar niður við skólann og eru þær notaðar undir almenna kennslu.

Til baka í efnisyfirlit

Viðburðadagatal

« október 2018 »
M Þ M F F L S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031    
       

Framundan:

Mentor Reykjanesbær